Þessi vefur er nýr útgáfuvefur Sálfræðiritsins. Fjölmörg atriði eru enn í vinnslu og því munu frekari upplýsingar verða settar inn fljótlega.

Sálfræðiritið er vettvangur fyrir vandaða og metnaðarfulla fræðilega umræðu um sálfræði og skyldar greinar. Allt efni sem tengist sálfræði með einum eða öðrum hætti metur ritnefnd og skoðar með tilliti til útgáfu. Sálfræðiritið birtir bæði rannsóknarritgerðir og yfirlitsgreinar. Ritdómar um íslensk eða þýdd rit um sálfræðileg efni og meðferðarhandbækur verða einnig birtir svo og bréf til ritstjórnar eftir því sem slíkt efni berst. Tekið er á móti efni allt árið. Handrit skal senda inn á þessum vef. Útfærsla á innsendingu handrita er í vinnslu.

Aðgangur að Sálfræðiritinu er ókeypis og verður ritið aðgengilegt, auk stakra fræðigreina, á þessari síðu þegar efni er komið inn. Enn er ekki hægt að skrá sig sem notanda á vefnum þar sem verklag ritstjórnar á nýjum vef er í mótun.

Sálfræðiritið fylgir alþjóðlegum faglegum og siðferðilegum viðmiðum Committee on Publication Ethics (COPE) sem talin eru æskileg í fagritum. Þessi viðmið er að finna hér.

Rafrænn aðgangur er að nokkrum árgöngum sálfræðiritsins er á þessari vefsíðu. Grein sem birtast í Sálfræðiritinu er metin til 15 stiga í rannsóknarmatskerfi HÍ.